TEKUR AÐ SÉR ÖLL SMÆRRI JARÐVINNUVERKEFNI
VBT tekur að sér öll smærri jarðvinnuverkefni og tengd verkefni og er hér upptalning á þeim helstu
VBT tekur að sér allt er viðkemur lóðaframkvæmdum svo sem undirstöður undir palla/skjólveggi, grafa niður trampólín og heitavatnspotta, efnisskipti, landmótun og frágang.
Við hjá VBT tökum að okkur alhliða lagnavinnu, svo sem viðhald, viðgerðir og nýlagnir. Við tökum einnig að okkur að leggja dren- og skólplagnir, raflagnir, ídráttarrör, fjarskiptalagnir, snjóbræðslurör, hita- og kaldavatnsveitur o.s.frv.
Útvegum allar gerðir af fyllingarefnum m.a. mold, sand, möl, grjót, skrautmöl o.fl.
VBT getur mótað uppgröft innan lóðar sem t.d. jarðvegsmanir. Gert plön klár undir endanlegt yfirborð s.s. malbik.
Við leggjum ríka áherslu á góðan frágang í hverju verkefni hvort sem það felur í sér sléttun á jarðvegi, þöku- eða hellulögn, malbik- eða steypuviðgerðir.
VBT tekur að sér hönnun burðarvirkja og skilar fullvottuðum burðarvirkjateikningum.